Secure Online Booking
Tveggjamannaherbergi

Ástardagar á KEF tilboð

Tveggjamannaherbergi fyrir tvo á Hótel Keflavík ásamt morgunverðarhlaðborði og einstakur þriggja rétta ástarmatseðill fyrir tvo á KEF Restaurant. Gestir okkar fá frítt freyðivínsglas við komu.

Tveggja Manna Herbergi

Standard herbergi á Hótel Keflavík eru hönnuð til að veita þér öll þau notalegu þægindi og þjónustu hjá fjögurra stjörnu hóteli. 

Einka baðherbergi

Sér baðherbergi með sturtu, baðherbergisaðstöðu og hárþurrku.

Morgunverður innifalinn

Okkar margrómaði morgunverður er opinn daglega frá kl 05:30-10:00 og er innifalinn í gistingunni.

KEF Restaurant

Gestir okkar fá 10% afslátt af matseðli á KEF Restaurant.*
KEF Restaurant er fyrsta flokks a la carte veitingastaður sem býður upp á ævintýralega rétti, eldaða úr fersku úrvalshráefni úr héraði svo þú getur alltaf verið viss um gæðin. Starfsfólkið okkar dekstrar við þig svo þú hafir það notalegt hjá okkur og af barnum afgreiðum við sérvalið vín, úrval kokteila og íslenskan bjór á krana.
*Athuga að það gildir ekki með öðrum tilboðum
Ástardagar á KEF tilboð
Innskráning
       
       
Tveggjamannaherbergi fyrir tvo á Hótel Keflavík ásamt morgunverðarhlaðborði og einstakur þriggja rétta ástarmatseðill fyrir tvo á KEF Restaurant. Gestir okkar fá frítt freyðivínsglas við komu.

Innritun hefst kl 15:00 og útritun úr herbergi er kl 11:00.
Vinsamlegast hafið samband við móttöku í síma 4207000 eða sendið póst á stay@kef.is til að taka frá borð á KEF Restaurant.
Greiðslu/afbókunarfrestur er 48 klst fyrir einstaklingsbókanir, 30 dagar fyrir hópa með 5-10 herbergi og 60 dagar fyrir hópa með 10 eða fleiri herbergi. Ef afpantað er eftir þann tíma verður heildarupphæðin gjaldfærð, það sama á við um ef gestur/gestir mæta ekki. Þetta á við um almennar einstaklings- og hópabókanir sem og einstaklings- og hópabókanir fyrir flugáhafnir og herhópa. Afbókunarskilmálar eiga ekki við um óendurkræfar bókanir.